Invisalign

Við höfum mikla reynslu af meðhöndlun með Invisalign tannréttingarskinnum. Komdu í skoðun til okkar og við metum meðferðarmöguleika þína.

Feature image
Ertu þreytt/ur á að geta ekki brosað á ljósmyndum?
Með Invisalign tannréttingarskinnum færðu brosið sem þig hefur alltaf dreymt um. Aukið sjálfsöryggi og nýtt líf. Skinnurnar eru nær ósýnilegar og hafa því ekki áhrif á útlit á meðan meðferð stendur. Þær eru þægilegar og auðvelt að fjarlægja úr munni, svo þær eru ekki truflandi fyrir daglegt líf.
Einfalt og fljótlegt
Með tannréttingarskinnum Invisalign er hægt að ná árangri á styttri tíma, með minni kostnaði, inngripi og sýnileika.
Er invisalign fyrir þig?
Fyrsti tíminn er alltaf skoðun og viðtal, þar sem skann og ljósmyndir eru teknar af gómum þínum til að útbúa meðferðaráætlun. Í lok tímans bókum við nýjan tíma að viku liðinni þar sem farið er yfir meðferðaráætlunina og i þeim tíma er akvörðun tekin um hvort meðhöndla eigi ástandið með skinnum.
Ferlið
Byrjað er á skoðun, svo meðferðar- og kostnaðaráætlun, skinnur settar upp og um fjórum mánuðum seinna: Nýtt bros!